Fara í efni

Bæjarráð

625. fundur
1. ágúst 2019 kl. 08:30 - 09:50
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1904072
Lagt fram minnisblað um störf starfshóps um almenningssamgöngur í Fjarðabyggð, ásamt fundargerðum starfshópsins frá 24.apríl og 27.júní sl. Lögð fram tilboð ViaPlan og Eflu í mat á verkefninu. Upplýsingafulltrúa falið að yfirfara forsendur í báðum tilboðum og semja við ViaPlan að því gefnu að allar forsendur séu fyrir hendi í þeirra tilboði. Upplýsingafulltrúa er jafnframt falið að halda utan um framgang verkefnisins.
2.
Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2019
Málsnúmer 1905074
Framlagt skuldabréf frá Ofanflóðasjóði vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir, á árinu 2018 í Fjarðabyggð að upphæð 18,2 milljónir kr. Áður á dagskrá bæjarráðs 20. maí 2019.
Bæjarráð staðfestir lántöku og felur bæjarstjóra undirritun skuldabréfsins.
3.
730 Brekkugata 3 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1804128
Framlagt bréf Þorvaldar Aðalsteinssonar er varðar lóðarsamning Brekkugötu 3 á Reyðarfirði og skipulagsmál miðbæjar Reyðarfjarðar. Vísað til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs til úrvinnslu og að því búnu til afgreiðslu í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
4.
Náttúrusvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1607034
Umræða um friðlýsingu og möguleika á verndun eyðifjarða Gerpissvæðisins. Lögð fram drög að yfirlýsingu bæjarráðs vegna skoðunar á mögulegri friðlýsingu Gerpissvæðisins. Bæjarstjóra falið að ganga frá yfirlýsingu og senda umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
5.
Hernámsdagur - endurvakin
Málsnúmer 1907082
Framlagt bréf Íbúasamtaka Reyðarfjarðar er varðar Hernámsdaginn á Reyðarfirði. Bæjarráði lýst vel á að Íbúasamtökin taki daginn að sér og felur forstöðumanni menningarstofu að vera í sambandi við samtökin um málið. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
6.
Malarvinnsla við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1907094
Fyrirtækið GYG minerals óskar eftir athafnasvæði við Mjóeyrarhöfn auk leyfis til grjótnáms á svæði fyrir ofan Reyðarfjörð.
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- og þróunarstjóra að funda með bréfritara og fá nánari upplýsingar um starfsemina. Þeim hluta erindisins er snýr að hafnarstarfsemi er vísað til hafnarstjórnar.
7.
Aðalfundur í stjórn Breiðdalsseturs 2019
Málsnúmer 1907108
Aðalfundur Breiðdalsseturs verður haldinn 31.ágúst nk. Tilnefna þarf einn fulltrúa og annan til vara í stjórn setursins. Bæjarstjóra falið að ræða við núverandi fulltrúa í Breiðdalssetri. Tekið fyrir á næsta fundi.
8.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 105 frá 24.júlí 2019, samþykkt samhljóða í umboði bæjarstjórnar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að fara yfir og greina íbúðir sem eru í eigu sveitarfélagsins, með það fyrir augum að stofna um reksturinn leigufélag með hugsanlegri aðkomu fleiri aðila að rekstri þess og eignaraðild. Bæjarráð mun taka málið til frekari skoðunar eftir því sem vinnu þessari fleytir fram.