Fara í efni

Bæjarráð

924. fundur
18. desember 2025 kl. 09:15 - 11:15
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 2
Málsnúmer 2512125
Framlagður viðauki 2 vegna fjárhagsáætlunar ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
2.
Drangagili samningur um kaup stoðvirkja
Málsnúmer 2512124
Framlagður samningur um efniskaup vegna stoðvirkja í Drangagili.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Uppbygging padelvallar á Reyðarfirði
Málsnúmer 2510033
Vísað frá fjölskyldunefnd til bæjarráðs minnisblaði um áhrif þess að nýta gamla íþróttasalinn á Reyðarfirði undir padelvöll. Fjölskyldunefnd líst vel á hugmynd um padelvöll en bendir á að hverju þarf að hyggja ef settur verður upp padelvöllur.
Bæjarráð samþykkir að heimilað verði að settur verði upp padel völlur í eldri íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Reyðarfirði. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi vegna afnota og rekstur vallarins í húsinu. Samningur lagður fyrir bæjarráð til staðfestingar.
4.
Reglur um styrki til stjórnmálaflokka
Málsnúmer 2512122
Fjallað um reglur um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að lagðar verði fyrir bæjarstjórn endurskoðaðar reglur Fjarðabyggðar um styrki til stjórnmálasamtaka.
5.
Samtarf skíðasvæðanna Oddskarðs og Stafdals 2024
Málsnúmer 2401096
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs samstarfssamkomulag milli Fjarðabyggðar og Múlaþings um rekstur aðgangsstýringar- og vefsölukerfis fyrir skíðasvæðin í Oddsskarði og Stafdal.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
6.
Fasteignagjöld Víkin Fagra ehf, Frystihúsið Breiðdalsvík
Málsnúmer 2512065
Framlagt erindi frá Víkinni fögru ehf. þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum. Bæjarráð samþykkir að veita styrk samkvæmt reglum Fjarðabyggðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts í hlutfalli af starfsemi sem fellur þar undir. Jafnframt vísað til fjármálasviðs endurskoðun á reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts.
7.
Viljayfirlýsing
Málsnúmer 2511118
Farið yfir stöðu viljayfirlýsingar og framgang verkefnisins.
8.
Umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um lagareldi
Málsnúmer 2512119
Framlögð til kynningar umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga um lagareldi.
9.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Fundargerð 990. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
10.
Stjórn menningarstofu - 28
Málsnúmer 2512017F
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 15. desember tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
Bókun Fjarðabyggðar vegna samkomulags um makrílveiðar Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir áhyggjum af nýundirrituðum makrílsamningi Íslands við Noreg, Bretland og Færeyjar. Samningurinn mun, eins og hann birtist bæjarráði, að öllum líkindum skerða samkeppnisstöðu íslensks sjávarútvegs, draga úr fjárfestingum, veikja tekjustofna sveitarfélagsins og leiða til fækkunar starfa í Fjarðabyggð. Það er sérstakt áhyggjuefni að samið hafi verið um að allt að tveir þriðju hlutar makríls sem veiddur er í norskri lögsögu fari á uppboðsmarkað í Noregi, sem getur numið allt að 60% af heildarafla. Þessi ráðstöfun dregur úr aðgengi íslenskra fyrirtækja að hráefni, veikir innlenda vinnslu og flytur verðmætasköpun úr landi. Samningurinn mun þannig bitna með beinum hætti á þjónustufyrirtækjum í Fjarðabyggð sem hafa fjárfest í innviðum og sérhæfðri starfsemi tengdri sjávarútvegi, en hafa hvorki möguleika á að flytja starfsemi sína né að aðlaga sig hratt að svo róttækum breytingum. Afleiðingin er aukin hætta á uppsögnum og fækkun starfa í sveitarfélaginu. Jafnframt mun samningurinn draga úr umsvifum fiskvinnslu og hafnarstarfsemi og skerða tekjur hafnarsjóðs. Þetta kemur ofan í boðaðan samdrátt í sjávarútvegi sem og auknar álögur á greinina og eykur þannig enn á óvissu sem leitt getur til aukins atvinnuleysis í sjávarbyggðum og ennfrekari tekjusamdrátt í þeim byggðarlögum.