Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarstjórn

277. fundur
24. október 2019 kl. 16:00 - 16:53
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 635
Málsnúmer 1910009F
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs, nr. 635 frá 21.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 244
Málsnúmer 1910011F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 244 og nr. 245, teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Ragnar Sigurðsson, Einar Már Sigurðarson og Rúnar Már Gunnarsson.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við afgreiðslu liðar 2.19. og tók Eydís Ásbjörnsdóttir við stjórn fundarins.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 244 frá 14.október 2019, utan liðar 2.19., samþykkt með 9 atkvæðum.
Einar Már Sigurðarson og Rúnar Már Gunnarsson tóku til máls undir lið 2.19.
Liður 2.19. samþykktur með 8 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 245
Málsnúmer 1910020F
Fundargerðir eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 244 og nr. 245, teknar til afgreiðslu saman.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við afgreiðslu liðar 3.8. og tók Eydís Ásbjörnsdóttir við stjórn fundarins.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar, nr. 245 frá 21.október 2019, utan liðar 3.8., samþykkt með 9 atkvæðum.
Einar Már Sigurðarson tók til máls undir lið 3.8.
Liður 3.8. samþykktur með 8 atkvæðum.
4.
Hafnarstjórn - 229
Málsnúmer 1910013F
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 229 frá 14.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum
5.
Fræðslunefnd - 75
Málsnúmer 1910010F
Til máls tóku Sigurður Ólafsson og Ragnar Sigurðsson.
Fundargerð fræðslunefndar, nr. 75 frá 14.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum
6.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 65
Málsnúmer 1909032F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, nr. 65 frá 9.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Félagsmálanefnd - 127
Málsnúmer 1910002F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar, nr. 127 frá 15.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Barnaverndarfundargerðir 2019
Málsnúmer 1902124
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar, nr. 109 frá 9.október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Jafnréttisstefna 2019-2023
Málsnúmer 1910037
Fyrri umræða um jafnréttisstefnu 2019 - 2023. Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra. Forseti mælti fyrir jafnréttisstefnu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkævðum að vísa Jafnréttisstefnu til síðari umræðu í bæjarstjórn.