Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
193. fundur
11. desember 2017
kl.
14:30
-
15:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Raforkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar 2018
Lagðir fram útreiknigar og samningsdrög um raforkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar hjá Landsvirkjun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gengið verði frá samningunum í samræmi við drögin og felur sviðstjóra veitna að ljúka samningagerð og bæjarstjóra undirritun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gengið verði frá samningunum í samræmi við drögin og felur sviðstjóra veitna að ljúka samningagerð og bæjarstjóra undirritun.
2.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna stöðuleyfa og stöðuleyfisskylda lausafjármuni dagsett 16. nóvember 2017 og minnispunktar Land lögmanna varðandi stjórnsýslu vegna lausafjrármuna. Bréf hafa verið send á alla lóðarhafa þar sem stöðuleyfisskyldir lausafjármunir án stöðuleyfa eru staðsettir og þeir hvattir til að sækja um stöðuleyfi. Bréf þar sem lóðarhöfum er gefinn andmælaréttur vegna stöðuleyfisskyldu hefur verið sent á þá sem ekki hafa brugðist við.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og endurskoða reglur Fjarðabyggðar í samræmi við leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar, við greinar 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, frá nóvember síðastliðnum og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og endurskoða reglur Fjarðabyggðar í samræmi við leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar, við greinar 2.6.1 og 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012, frá nóvember síðastliðnum og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
735 Lambeyrarbraut 3 - breyting á útliti húss
Lögð fram umsókn Leifs Más Leifssonar, dagsett 4. desember 2017, vegna byggingaráforma við hús hans að Lambeyrarbraut 3 á Eskifirði en fyrirhugað er að hækka þak hússins þannig að þar verði íbúðarrými.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Lambeyrarbrautar 1 og 5 og Botnabrautar 3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Lambeyrarbrautar 1 og 5 og Botnabrautar 3.
4.
740 Strandgata 44 - umsókn um byggingarleyfi
Lagt fram erindi Ingólfs Arnarsonar og Ingólfs B. Bragasonar, dagsett 28. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að gera ramp utan við lóð þeirra að Strandgötu 44 á Norðfirði til að auðvelda aðgengi að keyrsluhurð á austurhlið hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundið leyfi fyrir ramp til að auðvelda aðgengi að Strandgötu 44 meðan ekki eru önnur not fyrir lóðina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um frágang rampsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tímabundið leyfi fyrir ramp til að auðvelda aðgengi að Strandgötu 44 meðan ekki eru önnur not fyrir lóðina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um frágang rampsins.
5.
730 - Mánagata 11 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram erindi Björgvins þórarinssonar, dagsett 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Mánagötu 11 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
6.
730 Hjallavegur 8 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram erindi Vignis Daníels Lúðvíkssonar, dagsett 6. desember 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Hjallavegi 8 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
7.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Vísað til umræðu í nefnd, tillögu að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar ásamt greiningu á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð.
Lögð fram tillaga að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar ásamt greiningu á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð
Nefndin ræddi stefnuna og mun halda því áfram á næsta fundi sínum.
Lögð fram tillaga að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar ásamt greiningu á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð
Nefndin ræddi stefnuna og mun halda því áfram á næsta fundi sínum.
8.
Vernd og endurheimt votlendis
Lögð fram til kynningar bókun stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga vegna verndar og endurheimt votlendis frá fundi stjórnarinnar 24. nóvember síðastliðinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að yfirfara möguleika sveitarfélagsins á endurheimt votlendis í sínu landi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að yfirfara möguleika sveitarfélagsins á endurheimt votlendis í sínu landi.