Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

233. fundur
13. maí 2019 kl. 16:00 - 17:50
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Beiðni um að hafa endur út á sjávarfitjum í Breiðdalsvík
Málsnúmer 1905068
Lagður fram póstur Silju Daggar Sævarsdóttur, dagsettur 10. maí 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að leyfa nokkrum öndum að vera á tjörn neðan Sólvalla á Breiðdalsvík í sumar. Umsækjendur ráðgera að koma fyrir skjóli fyrir fuglana á eyju í tjörninni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að endurnar verði á tjörninni til loka ágúst mánaðar næstkomandi.

Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri sat fundarliðinn
2.
Lystigarður Neskaupstaðar
Málsnúmer 1605142
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um 85 ára afmælishátið lystigarðsins í Neskaupstað, dagsett 6. maí 2019, sem unnið eru í samvinnu með Kvenfélaginu Nönnu og garðyrkjustjóra um viðhald og úrbætur fyrir garðinn í tilefni af afmælinu. Jafnframt farið yfir afmælisárið og viðburði því tengdu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra útfærslu þeirra í samráði við félaga í Kvenfélaginu Nönnu.
Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri sat fundarliðinn
3.
Gjaldskrá fyrir garðslátt eldri borgara og öyrkja
Málsnúmer 1904084
Lögð fram til samþykktar drög að gjaldskrá fyrir garðslátt og hirðingu fyrir eldri borgara og öryrkja í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin með breytingum, bæjarstóra, sviðstjóra framkvæmdasviðs og félagsmálastjóra falið að ganga frá gjaldskránni í samræmi við umræður á fundinum. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarsjórnar.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
4.
Bygging vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1904120
Lögð fram að nýju frumkostnaðaráætlun fyrir byggingu vatnsgeymis ofan byggðarinnar á Fáskrúðsfirði. Framkvæmdasvið leggur til að byggður verði vatnsgeymir á Fáskrúðsfirði og framkvæmdum við Skólaveg verði frestað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útboð vatnsgeymis. Áframhaldandi framkvæmdir við Skólaveg verða teknar til umfjöllunar þegar niðurstaða útboðs liggur fyrir.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
5.
Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1708088
Lagt fram bréf Hrefnu Eyþórsdóttur fyrir hönd áhugahóps um uppbyggingu Fjölskyldusvæðisins við Búðagrund, dagsett 5. maí 2019, um næstu verkefni á fjölskyldusvæðinu. Búið er að fjármagna næsta leiktæki sem setja á upp í garðinum. Óskað er eftir að Fjarðabyggð komi að flutningskostnaði og uppsetningu á tækinu. Þá ef fjallað um endurgerð stíga og tengingu við altarisstein austan við svæðið, gerð gróðurbelta, uppsetningu bekkja og borða, gerða plans þar sem hægt væri að koma fyrir hjólagrindum, endurnýjun brúar í suð- austurhorni garðsins, lýsingu stíga og leiksvæðis, uppsetning á skilti þar sem fram kemur saga garðsins, styrktaraðilar og forvarnargildi og að lokum að hlið/inngangur verði hannaður inn á svæðið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtaki áhugahópsins og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að koma að flutningi og uppsetningu leiktækis sem áhugahópurinn hefur keypt. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna, í samstarfi við áhugahópinn, endanlegt skipulag Fjölskyldusvæðisins við Búðagrund.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
6.
740 Skuggahlíðabjarg - framkvæmdaleyfi vegna efnistöku
Málsnúmer 1905050
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Mannvits hf. fh. landeiganda Skuggahlíðar í Norðfirði, dagsett 8. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til allt að 49.000 m3 efnistöku úr Skuggahlíðarbjargi. Gert er ráð fyrir að efnistaka sé til fimm ára. Efnið á að nýta í ýmiskonar verkefni og er t.d. hafnargerð. Gert er ráð fyrir efnistöku í Skuggahliðarbjargi samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna efnistöku úr Skuggahlíðarbjargi.
7.
740 Skuggahlið - Framkvæmdaleyfi, efnistaka
Málsnúmer 1905069
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Mannvits hf. fh. landeiganda Skuggahlíðar í Norðfirði, dagsett 9. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til allt að 49.000 m3 efnistöku úr landi Skuggahlíðar, í malarhöllum sunnan Norðfjarðarár. Gert er ráð fyrir að efnistaka sé til fimm ára. Efnið á að nýta í ýmiskonar verkefni. Ekki er gert ráð fyrir efnistöku í malarhöllum sunnan Norðfjarðarár í landi Skuggahlíðar samkvæmt Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 svo hægt sé að gera ráð fyrir efnistöku úr malarhöllunum. Endanlegri ákvörðun er vísað til bæjarstórnar.
8.
750 Hafnargata 1 - msókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 1905043
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 8. maí 2019, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 288 m2 dúkskemmu á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Sótt er um stöðuleyfi til 8. maí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfultrúa að ræða við umsækjanda um varanlegar lausnir fyrir svæðið.
9.
750 Stekkholt 12 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1905062
Lögð fram lóðarumsókn Paulius Naucius, dagsett 9. maí 2019, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 12 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði. Stekkholt 12-14 er samkvæmt deiliskipulagi Holtahverfis parhúsalóð. Á parhúsalóðunum við Stekkholt 16-18 og 20-22 hafa þegar verið byggð einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina og óverulega breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis sem gerir ráð fyrir einbýlishúsi við Stekkholt 12. Grenndarkynning nái Stekkholts 13, 15 18 og 20.
10.
730 Fagradalsbraut - byggingarleyfi
Málsnúmer 1905063
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigurbjörns Marinóssonar fh. Hesteigendafélags Reyðarfjarðar um að fá að setja upp tamningargerði fyrir hross á búfjársvæðinu Kolli á Reyðarfirði, skv. skipulagi þess. Fyrirhugað gerði er úr galv. járni og er áætlað að stærð þess sé um 18 x 45 metrar. Jafnframt er gert ráð fyrir hringgerði innan gerðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
11.
730 Hjallanes 10-14 - Umsögn um starfsleyfi, jarðgerð
Málsnúmer 1904022
Lögð fram til kynningar umsögn Fjarðbyggðar vegna útgáfu starfsleyfis vegna jarðgerðar.