Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

235. fundur
29. maí 2019 kl. 16:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Bygging vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1904120
Vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.
Eitt tilboð barst í verkið frá MVA Egilsstöðum og var það upp á krónur 91.730.097 kostnaðaráætlun er 97.222.222 og er tilboðið því 93% af kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir að tilboðinu verði tekið og felur bæjarstjóra undirritun verksamnings.

Jafnframt er vísað til fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að leggja fram endurskoðaða framkvæmdaáætlun sem tekur tillit til breytinga vegna byggingu tanksins og viðauka við fjárhagsáætlun.

2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Málsnúmer 1904130
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar 2020, dagsett 30 maí 2019. Sviðsstjóri framkvæmdasviðs fór yfir fjárhagsáætlunarvinnu síns sviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar minnisblaði til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Málsnúmer 1904131
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs fór yfir fjárhagsáætlunarvinnu síns sviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áætlunina áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
4.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2019
Málsnúmer 1810078
Framlögð greinargerð um hækkun á gjaldskrá dreifingar Rafveitu Reyðarfjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu á gjaldskrárbreytingum fram í ágúst næstkomandi.
5.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2019
Málsnúmer 1810079
Framlögð greinargerð um hækkuna á sölugjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu á gjaldskrárbreytingum fram í ágúst næstkomandi.
6.
Umgengnis- og umhverfismál
Málsnúmer 1905138
Lögð fram bókun bæjarráðs frá 27. maí síðastliðinn. Bæjarráð Fjarðabyggðar felur bæjarstjóra, sviðsstjóra framkvæmdasviðs og eftir atvikum eigna- skipulags- og umhverfisnefnd að fara yfir bifreiða- og tækjakost sveitarfélagsins með hagræði og notkun í huga. Horfa skal sérstaklega á vistvænari farartæki, ef kostur er, við endurnýjun og losa út eyðslufrekar bifreiðar og tæki. Þá jafnframt skal skilgreina kröfur sveitarfélagsins til verktaka sem fyrir það vinna hvað varðar búnað tækja þeirra, tryggingar, umgengni og aðra samfélagslega ábyrgð. Þá skal horft til gerðar umhverfisstefnu Fjarðabyggðar við útfærslu þessa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna tillögu að endurskipulagningu bifreiða- og tækjakosts sveitarfélagsins og leggja fyrir nefndina að nýju.
7.
Trjákurl til húshitunar
Málsnúmer 1905004
Lagðar fram til kynningar frumhugmyndir um kyndistöð er nýtir trjákurl til húshitunar. Vísað til kynningar frá bæjarráði.
8.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Málsnúmer 1811014
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um búfjársamþykkt út frá ábendingum hagsmunaaðila, dagsett 31. maí 2019 ásamt uppfærðri búfjársamþykkt Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir búfjársamþykkt Fjarðabyggðar fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar. Jafnframt samþykkir nefndin að auglýst verði sérstaklega að bann við lausagöngu stórgripa taki gildi í Fjarðabyggð við samþykkt búfjársamþykktar og eigendur stórgripa verði þannig upplýstir um ábyrgð sína hvað varðar tryggingar.
9.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1704067
Leitað hefur verið umsagna um drög að umhverfisstefnu í hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, landbúnaðarnefnd, fræðslunefnd og safnanefnd. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um umsagnir nefnda um umhverfisstefnu Fjarðabyggðar, dagsett 31. maí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar gefnar umsagnir og felur umhverfisstjóra að hefja vinnu við gerð ferla og áætlana fyrir stefnuna, þar sem sett eru skýr markmið, ástæður þeirra og leiðir til þess að ná þeim og leggja fyrir nefndina að nýju.
10.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Málsnúmer 1904005
Lögð fram til kynningar fundargerð 149. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands ásamt ársskýrslu.
11.
Afturköllun á hundaleyfi
Málsnúmer 1904054
Kynnt afturköllun á hundaleyfi á Reyðarfirði vegna ítrekaðra brota á samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Fjarðabyggð.
12.
Afréttarmál - Héraðsfé
Málsnúmer 1608075
Lögð fram samantekt fundar Vegagerðarinnar, Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar vegna afréttarmála og ágangs sauðfjár af Héraði í Fjarðabyggð og á Fagradal sem haldinn var 19. mars 2019. Lagt fram bréf Fljótsdalshéraðs með niðurstöðu bæjarráðs vegna afréttamálanna, dagsett 14. maí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna að málinu í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fram að nýju.
13.
Æðavarp í landi Kollaleiru
Málsnúmer 1905042
Lagt fram bréf Sigurðar Baldurssonar, dagsett 27. maí 2019, er varðar heimild til nýtingar tveggja varpstaða sem eru norðan sauðfjárveikivarnarlínu en í bókun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. maí 2019 er miðað við að afmörkun nýtingar hlunninda sé sunnan línunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrædd varpsvæði verði nýtt en það verði án allra takmarkana á annarri nýtingu eða umgengni um svæðin. Komi til önnur nýting á svæðinu fellur heimildin niður.
14.
Reglur um skilti í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1905150
Lögð fram drög að reglum fyrir skilti í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis og skipulagssviði að breyta reglum í samræmi við umræðu á fundinum og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi drögin og lagði til breytingar og mun taka fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar til afgreiðslu.
15.
Umsókn um niðursetningu á skilti á Norðfirði
Málsnúmer 1905153
Lagður fram póstur Guðröðar Hákonarsonar, dagsettur 28. maí 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp skilti við vitann á Norðfirði og á ótilgreindum stað á Reyðarfirði. Jón Björn Hákonarson stýrir fundi en tekur ekki þátt í umræðu um erindið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til reglur um skilti í Fjarðabyggð hafa verið staðfestar.
16.
Framleiðsla Laxa fiskeldis á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1905155
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 24. maí 2019, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun um framleiðslu á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Umsögn óskarst send Skipulagsstofnun fyrir 11. júní 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og umhverfis- og skipulagssviði að vinna umsögn vegna matsáætlunarinnar og leggja fyrir nefndina að nýju. Þá skal matsáætlunin og umsögnin lögð fram til umfjöllunar í hafnarstjórn. Umhverfis- og skipulagssviði er jafnframt falið að óska eftir lengingu á umsagnartíma.
17.
750 Hafnargata 33-35 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1905114
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 21. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja einangraða kæli- og frystigeymsla úr samlokueiningum inn í vesturenda húss fyrirtækisins að Hafnargötu 35 á Fáskrúðsfirði auk breytinga á hurðum á vesturgafli og endurnýjunar gólfs og fráveitulagna í miðrými.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
18.
740 Nesbakki 5-7 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1905144
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Önnu Maríu Grzelak, dagsett 27. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að færa útvegg að útbrún á ofanliggjandi svölum ásamt leyfi til að byggja sólpall sem verður afmarkaður með girðingu við íbúð hennar að Nesbakka 5 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
19.
730 Brekkugerði 18 - Umsókn um byggingarleyfi, íbúðarhús
Málsnúmer 1905166
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Davíðs Þórs Sigfússonar, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 226 fm íbúðarhús úr timbri á lóð hans að Brekkugerði 18 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráform íbúðarhúss.
20.
735 Dalbraut 4 - Byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 1905174
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Rarik ohf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 fm viðbyggingu við tengivirkishús fyrirtækisins að Dalbraut 4 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
21.
740 Borgarnaust 7 - Byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 1905176
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Rarik ohf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 60 fm viðbyggingu við tengivirkishús fyrirtækisins að Borgarnausti 7 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
22.
750 Gilsholt 6-16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1905172
Lögð fram lóðarumsókn Hrafnshóls ehf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um lóðirnar við Gilsholt 6-16 á Fáskrúðsfirði undir 480 fm og 1200 rm raðhús
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu og ákvörðunar varðandi afslátt á gatnagerðargjöldum.
23.
730 Búðarmeður 6 a-e - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1905173
Lögð fram lóðarumsókn Hrafnshóls ehf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um lóðirnar við Búðamel 6 a til 6 e á Reyðarfirði undir 425 fm og 1063 rm raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
24.
755 Deiliskipulag Heyklif
Málsnúmer 1904069
Lögð fram skipulags- og matslýsing deiliskipulags Heyklifs við sunnanverðan Stöðvarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
25.
750 Víkurgerði - Skógrækt
Málsnúmer 1905140
Lagt fram bréf Jónínu Guðrúnar Óskarsdóttur, dagsett 22. maí 2019, þar sem tilkynnt er um skógræktarsamning á jörðinni Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, jafnframt er óskað svara á því hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi sé krafist. Þá er óskað svara á því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 48 ha skógrækt á jörðinni.
Umrætt svæði er innan reits O20/N8/Hv6 í Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027. Svæðið er því samkvæmt aðalskipulagi opið svæði til sérstakra nota, náttúruverndarsvæði og hverfisverndarsvæði. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna skipulagsskilmála innan reitsins O20/N8/Hv6.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
26.
740 Urðarbotnar - Framkvæmdaleyfi, ofanflóðavarnir
Málsnúmer 1905118
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdasýslu ríkisins vegna byggingar þvergarðs og keila undir Urðarbotnum og Sniðgili, á svæðinu milli Tröllagilja varnarvirkja og Drangargils varnarvirkja. Megin framkvæmdatími þ.e. uppbygging varnarvirkjanna verður á árunum 2019-2021. Vinnu við mótvægisaðgerðir verður síðan haldið áfram árin 2022-2024 eftir því sem þörf krefur. Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027 og Deiliskipulag Urðarbotna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna varnarvirkjanna.