Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
244. fundur
14. október 2019
kl.
16:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Áskorun til þín - lok á sorptunnur
Lagður fram póstur framkvæmdastóra Íslenska sjávarklasans, Bláa hersins og Plokk á Íslandi, dagsett 30. september 2019, varðandi áskorun til sveitarfélaga og landsmanna allra, um að loka betur ruslatunnum svo koma megi í veg fyrir frekari ruslvæðingu. Lagt fram minnisblað Írisar Daggar Aradóttur verkefnisstjóra úrgangsmála, dagsett 3. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnisstjóra úrgangsmála að vinna það áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnisstjóra úrgangsmála að vinna það áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Íris Dögg Aradóttir verkefnisstjóri úrgangsmála og Marinó Stefánsson sviðsstjóri frmkvæmdasviðs sátu fundarliðinn
2.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2020, hækki um 2.5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Íris Dögg Aradóttir verkefnisstjóri úrgangsmála og Marinó Stefánsson sviðsstjóri frmkvæmdasviðs sátu fundarliðinn
3.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fjarvarmaveitu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
4.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir Hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
5.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að sölugjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
6.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að dreifigjaldskrá fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
7.
Gjaldskrá félagsheimila 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu meðan unnið er að endurskoðun á gjaldskrá fyrir félagsheimili.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
8.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir vatnsveitu vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020 frá gjaldskrá 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
10.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir fráveitu vegna 2020, hækki um 2,5%, 1.janúar 2020 frá gjaldskrá 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
11.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá skipulags- og byggingarmála vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020 nema stöðuleyfisgjöld sem lækka á milli ára. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
12.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld vegna 2020, hækki um 2,5% 1.janúar 2020. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
13.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar í A hluta fyrir árið 2020. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna fjárhagsáætlunar og framkvæmdaáætlanir sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlanir fyrir sitt leyti og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
14.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjóri framkvæmdasviðs fara yfir fjárhagsáætlanirnar í B hluta stofnunum fyrir árið 2020. Lögð fram framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlun fyrir sitt leyti og vísar henni til umfjöllunar í bæjarráði.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
15.
735 - Útivistarsvæði við Norðfjarðargöng
Lagt fram bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar varðandi göngubrú yfir Eskifjarðará, stígagerð og annan umhverfisfrágang tengdum framkvæmdum við Norðfjarðargöng, dagsett 4. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og vísar gerð stíga á svæðinu í gerð framkvæmdaáætlunar vegna stígagerðar. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og vísar gerð stíga á svæðinu í gerð framkvæmdaáætlunar vegna stígagerðar. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að svara bréfritara í samræmi við umræður á fundinum
16.
Tré lífsins - minningagarðar
Lagt fram Sigríðar Bylgju Sigurjónsdóttur stofnanda Trés lífsins, dagsett 20. september 2019, varðandi kynningu á minningagörðum og frumkvöðlaverkefninu Tré lífsins og hvort áhugi sé fyrir að slíkur minningagarður verði opnaður í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til endurgerðar aðalskipulags.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til endurgerðar aðalskipulags.
17.
Aðstöðuleysi til íþróttaiðkunar á Eskifirði
Vísað til kynningar frá íþrótta- og tómstundanefnd bréf frá aðalstjórn Austra þar sem bent er á aðstöðuleysi til íþróttaiðkunnar á Eskifirði, dagsett 19. september 2019. Aðalstjórn Austra telur að aðstaða til iðkunar hinna ýmsu íþróttagreina sé óviðunandi. Tímabært sé að fara í vinnu við að skipuleggja framtíðarsýn íþróttasvæðisins. Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir að fara þurfi í framtíðarskipulag íþróttasvæðisins á Eskifirði á næstu misserum.
18.
750 Skólavegur 51 - Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi
Lögð fram umsókn Sigurðar Arnar Ísleifssonar, dagsett 20. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 51 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
19.
740 Efri-Miðbær - Efnistaka úr Norðfjarðará
Lagt fram að nýju bréf Guðröðar Hákonarsonar eiganda jarðarinnar Efri-Miðbæjar, dagsett 23. maí 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til 3000 rm efnistöku úr eyri í Norðfjarðará sem myndast hefur vestan við golfvöll og veldur þar landbroti.
Leyfi Fiskistofu og umsögn Veiðifélags Norðfjarðarár liggur nú fyrir. Í umsögn Veiðifélagsins kemur m.a. fram að félagið telji sig ekki hafa þekkingu til að leggja mat á hvort umbeðið efnisnám sé nauðsynlegt eða vel til þess fallið að koma í veg fyrir landbrot. Þá telur Veiðifélagið æskilegt að fyrir liggi mat sérfróðra manna um áhrif efnistökunnar áður en hún verður samþykkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna enda liggur fyrir leyfi Fiskistofu, byggt á umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem telur að áhrif efnistökunnar valdi ekki teljandi skerðingu eða áhrifum á lífríki árinnar og veiðihagsmuna.
Leyfi Fiskistofu og umsögn Veiðifélags Norðfjarðarár liggur nú fyrir. Í umsögn Veiðifélagsins kemur m.a. fram að félagið telji sig ekki hafa þekkingu til að leggja mat á hvort umbeðið efnisnám sé nauðsynlegt eða vel til þess fallið að koma í veg fyrir landbrot. Þá telur Veiðifélagið æskilegt að fyrir liggi mat sérfróðra manna um áhrif efnistökunnar áður en hún verður samþykkt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna enda liggur fyrir leyfi Fiskistofu, byggt á umsögn Hafrannsóknarstofnunar sem telur að áhrif efnistökunnar valdi ekki teljandi skerðingu eða áhrifum á lífríki árinnar og veiðihagsmuna.
20.
750 Dalsá - Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna malarvinnslu
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Dal-Bjargar ehf, dagsett 11. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka allt að 37.000 rm af efni úr Dalsá í Fáskrúðsfirði á um 24.500 fm svæði á þremur stöðum. Sótt er um leyfi til efnistökunnar til fimm ára. Samþykki landeiganda, Veiðifélags Dalsár og Fiskistofu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.