Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

266. fundur
11. ágúst 2020 kl. 16:00 - 17:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
750 - Stekkholt 20 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2007089
Lögð fram lóðarumsókn Elínar Helgu Kristjánsdóttur, dagsett 27. júlí 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 17 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
740 Naustahvammur 76 - byggingarleyfi, iðnaðarhúsnæði
Málsnúmer 2007107
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 30. júlí 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 374 m2 og 1.891,7 m3 iðnaðarhúsnæði á lóð hafnarinnar við Naustahvammi 76 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
3.
Naustahvammur 64 - byggingarleyfi, iðnaðarhúsnæði
Málsnúmer 2007090
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fiskmarkaðs Austurlands hf, dagsett 27. júlí 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 363 m2 og 1.712,6 m3 iðnaðarhúsnæði á lóð fyrirtækisins að Naustahvammi 64 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
4.
730 Brekkugerði 5 - Umsókn um byggingarleyfi, íbúðarhús
Málsnúmer 2006084
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Einars Vilhelms Einarssonar, dagsett 16. júní 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 157,2 m2 og 620,7 m3 einbýlishús á lóð hans að Brekkugerði 5 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
5.
Hjallaleira 23 - byggingarleyfi, malbikunarstöð
Málsnúmer 2006149
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Malbikunarstöðvar Austurlands ehf, dagsett 26. júní 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tímabundið til fimm ára 427 m2 og 1.205 m3 vinnubúðir á lóð fyrirtækisins að Hjallaleiru 25 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
6.
730 Heiðarvegur 14a - Framkvæmdaleyfi, jarðvinna íþróttahúss
Málsnúmer 2008008
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar, dagsett 6. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir leyfi til að jarðvegsskipta undir nýtt íþróttahús á Reyðarfirði. Verkið felur í sér gröft, lageringu burðarhæfs efnis innan framkvæmdasvæðisins, brottakstur efnis og endurfyllingu. Uppgröftur er um 8.900 m3 og endurfylling með um 1.500 m3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
7.
760 Hrafnagilslækur - efnistaka
Málsnúmer 2008006
Lögð fram ódagsett umsókn Vegagerðarinnar um efnistöku úr Hrafnagilslæk í Breiðdal. Gert er ráð fyrir að taka um 1.200 m3 af möl á um 2.300 m2 svæði úr áreyrum án þess að fara í rennandi vatn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
8.
Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Lambeyrará
Málsnúmer 1702150
Lögð fram til kynningar uppfærð hönnun á ofanflóðavörnum við Lambeyrará á Eskifirði. Verkið verður boðið út á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins á næstu dögum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur formanni og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hitta íbúa við Lambeyrarbraut og kynna einnig uppfærða hönnun varnarmannvirkja.
9.
Trjákurl til húshitunar
Málsnúmer 1905004
Atvinnu- og þróunarstjóri Fjarðabyggðar fór yfir stöðu verkefnisins og fund sem hann átti með Tandraberg.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fá forsvarsmenn Tandrabergs til að koma á fund nefndarinnar og kynna verkefnið frekar. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að fara yfir deiliskipulag Neseyrar varðandi endurskoðun þess.
10.
Sorpmál í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1909099
Kynnt staða mála varðandi framtíðarfyrirkomulag á sorpmálum í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur formanni og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja undirbúning að stefnu Fjarðabyggðar í sorpmálum og leggja fyrir nefndina að nýju.