Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

296. fundur
21. september 2021 kl. 16:00 - 17:45
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir formaður
Ívar Dan Arnarson varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Málsnúmer 2106148
Lagt fram að nýju minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 25. ágúst 2021, vegna innleiðingar umhverfis- og loftlagsstefnu Fjarðabyggðar 2020-2040. Í minnisblaði er farið yfir innleiðingu stefnunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að innleiðing verði kynnt í öllum fastanefndum þar sem tilnefndir verða aðilar til að mynda starfshóp um innleiðingu í samræmi við minnisblað.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar 2022
Málsnúmer 2104129
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar fara yfir launa- og fjárhagsáætlanirnar fyrir árið 2022. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 20. september 2020. Lögð fram framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launaáætlun og felur sviðsstjórum að vinna áfram að áætlunargerðinni.
3.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2022
Málsnúmer 2109084
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 17. september 2021, er varðar tillögur að breytingum á gjaldskrá fyrir hunda- og kattaleyfisgjöld í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
4.
730 Deiliskipulag Bakkagerði 1, breyting, Litlagerði
Málsnúmer 2109171
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Bakkagerðis 1. Tillagan gerir ráð fyrir að einbýlishúsalóðirnar við Litlagerði 2, 4- og 6 verði gerð að einni raðhúsalóð. Samþykki nágranna vegna sameiningu lóðanna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi Bakkagerðis 1. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
730 Deiliskipulag Melur 1 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, Búðarmelur 7 og 9
Málsnúmer 2109140
Lögð fram beiðni Hóbarts ehf, dagsett 9. september 2021, um að deiliskipulagi Mels 1 verði breytt þannig að í stað þess að gera ráð fyrir parhúsum á lóðum fyrirtækisins að Búðarmel 7a-b og 9a-b verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsum á lóðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulagi Mels 1. Farið verði með breytinguna í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
6.
735 Deiliskipulag, Dalur 2, breyting, Miðdalur, Ystidalur, Árdalur
Málsnúmer 2109172
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Dals 2. Tillagan gerir ráð fyrir að parhúsalóðirnar við Ystadal 6-8 og Miðdal 17-19 verði gerð að einni raðhúsalóð. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu deiliskipulagi Dals 2. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
7.
730 Framkvæmdaleyfi - nýlagnir á Reyðarfirði
Málsnúmer 2109112
Lögð fram beiðni Rarik, dags. 7. september 2021, um framkvæmdaleyfi til tengingar spennistöðvar í Reyðarfirði þar sem mögulega þarf að rjúfa veg.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
8.
Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Björgunum í Reyðarfirði
Málsnúmer 2109139
Lögð fram umsókn GYG ehf fyrir hönd óstofnað fyrirtækis þar sem óskað er eftir að fyrirtækið verði rétthafi í námu sem staðsett verður við Björgin vestan Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu umsóknar þangað til auglýsingu endurskoðaðs Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2020-2040 líkur og tillagan hefur verið staðfest.
9.
730 Melbrekka 7 - umsókn um lóð
Málsnúmer 2109110
Lögð fram lóðarumsókn Guðmundar Páls Pálssonar, dagsett 38. september 2021, þar sem sótt er um lóðina við Melbrekku 7 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
10.
730 Litlagerði 2, 4 og 6 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107095
Lögð fram að nýju lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 27. júlí 2021, þar sem sótt er um lóðirnar við Litlagerði 2, 4 og 6 á Reyðarfirði undir raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðunum þegar breytt deiliskipulag hefur verið staðfest. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
11.
735 Ystidalur 6-8 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107096
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 27. júlí 2021, þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 6-8 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús. Samhliða er sótt um lóðina við Miðdal 17-19 í sama tilgangi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni þegar breytt deiliskipulag hefur verið staðfest. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.

12.
735 Miðdalur 17-19 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 2107097
Lögð fram að nýju lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 27. júlí 2021, þar sem sótt er um lóðina við Miðdal 17-19 á Eskifirði undir 9 íbúða raðhús. Samhliða er sótt um lóðina við Ystadal 6-8 í sama tilgangi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta lóðinni þegar breytt deiliskipulag hefur verið staðfest. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
13.
730 Austurvegur 29 - Umsókn um byggingarleyfi, breytt starfsemi húss
Málsnúmer 2109127
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Launafls ehf, dagsett 10. september 2021, þar sem óskað er eftir að skráðri notkun húss fyrirtækisins að Austurvegi 29 á Reyðarfirði verði breytt úr gistiheimili í starfsmannahús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytta notkun hússins.
14.
730 Holtagata 3 - Umsókn um byggingarleyfi, bílskúr
Málsnúmer 2109144
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Markúsar Guðbrandssonar, dagsett 14. september 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að byggja 62,2 m2 og 238,5 m3 bílskúr á lóð hans að Holtagötu 3 á Reyðarfirði. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
15.
740 Blómsturvellir 41 - Umsókn byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 2107090
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Ólafar Þorgeirsdóttur, dagsett 26. júlí 2021, þar sem sótt er um leyfi til byggja 232,9 m2 og 762,1 m3 einbýlishús á lóð hennar að Blómsturvöllum 41 á Norðfirði. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
16.
750 Gilsholt 6 - Umsókn um byggingarleyfi, raðhús
Málsnúmer 2108145
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 30. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að byggja 256,4 m2 og 883.3 m3 fjögurra íbúða raðhús á lóð fyrirtækisins að Gilsholti 6 a-d á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina. Nefndin samþykkir jafnframt óverulega breytingu deiliskipulagi Holtahverfis. Farið verði með breytinguna í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
17.
750 Gilsholt 8 - Umsókn byggingarleyfi, raðhús
Málsnúmer 2108147
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Nýjatúns ehf, dagsett 30. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að byggja 256,4 m2 og 883.3 m3 fjögurra íbúða raðhús á lóð fyrirtækisins að Gilsholti 8 a-d á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina. Nefndin samþykkir jafnframt óverulega breytingu deiliskipulagi Holtahverfis. Farið verði með breytinguna í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
18.
750 Borgarstígur 1 - umsókn um byggingarleyfi, setja upp hárgreiðslustofu á neðri hæð
Málsnúmer 2108116
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigdísar Telmu Gunnarsdóttur, dagsett 24. ágúst 2021, þar sem óskað er eftir að heimild til að breyta hluta húsnæðis hennar að Borgarstíg 1 á Fáskrúðsfirði í hárgreiðslustofu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.
19.
730 Ásgerði 8 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2109022
Lögð fram umsókn Kristbjargar S. Reynisdóttur, dagsett 1. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Ásgerði 8 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
20.
740 Hlíðargata 28 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2109099
Lögð fram umsókn Katrínar Bjarkar Sigríðardóttur, dagsett 7. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Hlíðargötu 28 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
21.
740 Urðarteigur 5 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2106167
Lögð fram umsókn Þorsteins Heiðars Jóhannssonar, dagsett 24. júní 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Urðarteig 5 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
22.
740 Miðstræti 8a - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2109135
Lögð fram umsókn Eyþór Halldórssonar, dagsett 13. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Miðstræti 8a á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
23.
750 Skólavegur 24 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2109152
Lögð fram umsókn Jóhönnu Sjafnar Eiríksdóttur, dagsett 14. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Skólavegi 24 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
24.
760 Sólbakki 5 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 2109098
Lögð fram umsókn Steinþórs Snæs Þrastarson, dagsett 8. september 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Sólbakka 5 á Breiðdalsvík. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
25.
Skilavegir - Ástandsmat
Málsnúmer 2108085
Erindi þetta varðar niðurstöðu starfshóps um skilavegi sem skipaður var fulltrúum frá Vegagerðinni og Sambandi Íslenska sveitarfélaga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fulltrúi Fjarðabyggðar verði sviðsstjóri framkvæmdasviðs. Nefndin felur sviðsstjóra jafnframt að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
26.
750 Hafnargata - Kæra vegna útgáfu byggingarleyfis
Málsnúmer 2108106
Lögð fram til kynningar kæra eiganda Búðavegar 24 á Fáskrúðsfirði til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála vegna samþykktar bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar á afgreiðslu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar vegna grenndarkynningar og samþykktar á byggingarleyfi til handa Loðnuvinnslunni hf vegna framkvæmda við húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 32-34.
27.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2021
Málsnúmer 2102187
Lögð fram til kynningar fundargerð 163. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 1. september 2021.
28.
Trjákurl til húshitunar
Málsnúmer 1905004
Kynntar hugmyndir Tandrabergs ehf. - Tandra Energy, um uppsetningu á orkuframleiðslu sem tengist fjarvarmaveitu Fjarðabyggðar á Norðfirði. Verkefnið er tilraunaverkefni til eins árs.
Bæjarráð hefur samþykkt að útfærður verði samningur um verkefnið og fól fjármálastjóra að vinna hann og leggja fyrir bæjarráð. Erindi er jafnframt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ásamt því að nefndin finni veitustöðinni stað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhvefis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.