Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
300. fundur
8. nóvember 2021
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir
formaður
Daði Benediktsson
varamaður
Kamma Dögg Gísladóttir
aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umhverfis- og loftlagsstefna Fjb. 2020-2040 - innleiðing
Lagt fram til kynningar tilnefningar nefnda í starfshóp um innleiðingu grænna skrefa í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir skipan starfshóps og tilnefnir jafnframt í starfshópinn formann nefndarinnar, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóra framkvæmdasviðs og verkefnastjóra úrgangsmála.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir skipan starfshóps og tilnefnir jafnframt í starfshópinn formann nefndarinnar, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, sviðsstjóra framkvæmdasviðs og verkefnastjóra úrgangsmála.
2.
Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, er varðar námskeið á vegum Landverndar um Loftslagsvernd í verki sem kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga stendur til boða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að setja námskeiðið og hvetur kjörna fulltrúa, nefndarmenn og aðra starfsmenn til þáttöku.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að setja námskeiðið og hvetur kjörna fulltrúa, nefndarmenn og aðra starfsmenn til þáttöku.
3.
Innleiðing hringrásarhagkerfisins
Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 2. nóvember 2021, er varðar þau verkefni sem framundan eru varðandi meðhöndlun úrgangs í innleiðingu hringrásarhagkerfisins.
4.
Samþykkt um hunda- og kattahald - endurskoðun 2021
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dags. 12. október 2021, er varðar tillögur að breytingum á samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar fyrir sitt leyti. Samþykktinni er jafnframt vísað til Heilbrigðisnefndar til umsagnar og bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar fyrir sitt leyti. Samþykktinni er jafnframt vísað til Heilbrigðisnefndar til umsagnar og bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.
5.
735 Deiliskipulag Leira 1, breyting - sameining og stækkun lóða við Leirubakka og Leirukrók
Lögð fram beiðni Eskju hf, dagsett 5. nóvember 2021, um að deiliskipulagi Leiru 1 verði breytt þannig að heimil verði bygging þurrgeymslu með því að sameina Leirubakka 4 og Leirukrók 4 í eina lóð, Leirubakka 4. Lóðin er einnig stækkuð til suðurs og vegi hnikað til sem því nemur. Skilmálar fyrir Leirukrók 4 verða felldir út. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leiru 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi Leiru 1. Farið verði með breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki nágranna liggur fyrir. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á deiliskipulagi Leiru 1. Farið verði með breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki nágranna liggur fyrir. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
6.
735 Leirubakki 4 og Leirukrókur 4 - Umsókn um sameiningu og stækkun lóða
Lögð fram umsókn Eskju hf. dagsett 4. nóvember 2021, þar sem óskað er eftir að lóðir fyrirtækisins að Leirubakka 4 og Leirukrók 4 verði sameinaðar í eina lóð, Leirubakka 4 ásamt stækkun lóðarinnar til suðurs sbr. tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti sameiningu lóðanna og stækkun þegar breytt deiliskipulag hefur verið staðfest. Endanlegri afgreiðslu vegna stækkunar lóðarinnar er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti sameiningu lóðanna og stækkun þegar breytt deiliskipulag hefur verið staðfest. Endanlegri afgreiðslu vegna stækkunar lóðarinnar er vísað til bæjarráðs.
7.
740 Nesgata 7 og 7A - Umsókn um byggingarleyfi, breytingar inni
Lagt fram erindi Sniddu Arkitektarstofu fh. eiganda Nesgötu 7a á Norðfirði, dagsett 17. september 2021, þar sem óskað er eftir að skilgreiningu deiliskipulags fyrir lóðina verið breytt þannig að þar verði líka hægt að gera ráð fyrir íbúðum. Samkvæmt aðalskipulagi er reiturinn V3/A5 blönduð landnotkun verslunar- og þjónustu og athafnasvæðis, jafnframt segir að Þar sem aðstæður leyfa megi gera ráð fyrir íbúðum á verslunar- og þjónustusvæðum. Samþykki annarra eiganda hússins liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir gerð íbúðar við Nesgötu 7a. Nefndin samþykkir jafnframt óverulega breytingu deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar. Farið verði með breytinguna í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir gerð íbúðar við Nesgötu 7a. Nefndin samþykkir jafnframt óverulega breytingu deiliskipulagi miðbæjar Neskaupstaðar. Farið verði með breytinguna í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
8.
Uppsetning á útiæfingatækjum
Lagt fram erindi Guðrúnar S. Guðmundsdóttur og Guðrúnar Smáradóttur um uppsetningu útiæfingatækja á Norðfirði. Bæjarráð fjallaði á fundi 25.október um tillögu varðandi uppsetningu á útiæfingartækjum. Aflað hefur verið umsagnar hjá Kvenfélaginu Nönnu en ekki er vilji fyrir uppsetningu tækjanna af hálfu kvenfélagsins í Lystigarðinum. Garðyrkjustjóri Fjarðabyggðar leggur til að tækjunum verði fundinn annar staður þar sem meira pláss er fyrir þau. Bæjarráð fól garðyrkjustjóra frekari vinnslu málsins og vísaði málinu einnig til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er tekur vel í að leggja til land undir umrædd tæki og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og garðyrkjustjóra að finna hentugt svæði undir tækin í samráði við gefendur og leggja fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er tekur vel í að leggja til land undir umrædd tæki og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og garðyrkjustjóra að finna hentugt svæði undir tækin í samráði við gefendur og leggja fyrir nefndina.
9.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2021
Lögð fram til kynningar fundargerð 164. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 14. október síðastliðnum.