Fræðslunefnd
59. fundur
12. september 2018
kl.
16:30
-
19:06
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gerður Ósk Oddsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Bryndís Guðmundsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018
Beiðni Sköpunarmiðstöðvarinnar um fjárframlag á næstu árum var vísað af bæjarráði til fjárhagsáætlunargerðar 2019 og til kynningar í fræðslunefnd, eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Lagt fram til kynningar.
2.
Móttaka nýrra nemenda í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar
Vegna sameiningar sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar er verið að endurskoða reglur sveitarfélaganna. Handbók um móttöku nýrra nemenda í leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar er þar á meðal. Fræðslunefnd leggur til að unnið verði eftir gildandi handbók Fjarðabyggðar með lítilsháttar breytingum. Fræðslunefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs.
3.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Á síðasta fundi fræðslunefndar var eftirfarandi bókað. "Niðurstaða fræðslunefndar er að æskilegast sé að auka snjalltækjakost grunnskólanna í Fjarðabyggð og miða við að viðunandi búnaður verði kominn í skólana í byrjun árs 2019. Samhliða snjalltækjavæðingunni verði nemendum meinað að mæta með snjallsíma og önnur snjalltæki í skóla nema með sérstakri undanþágu frá skólastjóra. Fræðslunefnd leggur til að settur verði á fót starfshópur skipaður skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð og fræðslustjóra sem meti þörf á snjalltækjaeign skólanna og geri tillögu að kaupum á snjalltækjum til fræðslunefndar fyrir 15. október. Fyrir liggur stefnumörkun í fræðslumálum í Fjarðabyggð sjá dagskrárlið 3 og mun þar mörkuð stefna í upplýsingatækni í skólum Fjarðabyggðar." Málinu var vísað til bæjarráðs sem tók jákvætt í tillöguna en vísaði málinu áfram til fræðslunefndar þar sem m.a. var beðið um nánari skýringar og fræðslunefnd jafnframt falið að móta reglur um hvernig framfylgja eigi snjallsímabanni. Fræðslunefnd leggur til að hópurinn, grunnskólastjórar og fræðslustjóri, móti reglur samhliða því að meta snjalltækjaþörf skólanna fyrir 15. október. Tillaga nefndarinnar er að nemendum grunnskóla sé meinað að koma með snjalltæki í skólann frá og með áramótum nema með sérstakri undanþágu skólastjóra og samhliða verði snjalltækjakostur skólanna bættur eins mikið og mögulegt er miðað við forsendur fjárhagsáætlunar.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2019
Til umræðu var starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum. Meðal annars var farið yfir gildandi úthlutunarreglur um tímamagn til grunn- og leikskóla í Fjarðabyggð, þjónustu frístundaheimila og tónlistarskóla. Frekari umræðu frestað til næsta nefndarfundar.
5.
Stefnumörkun í fræðslumálum í Fjarðabyggð
Fræðslunefnd leggur til að fræðslu- og frístundastefnan verði endurskoðuð og vinnu verði lokið fyrir vorið 2019. Málinu vísað til umræðu í íþrótta- og tómstundanefnd, sem fjallar um tómstundahlutann.
6.
Úthlutunarreglur á tímafjölda til leikskóla
Vegna sameiningar sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar er verið að endurskoða reglur sveitarfélaganna. Úthlutunarreglur á tímafjölda til leikskóla eru þar á meðal. Fræðslunefnd leggur til að gildandi reglur Fjarðabyggðar verði samþykktar óbreyttar.
7.
Reglur fyrir frístundaheimili í Fjarðabyggð
Vegna sameiningar sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar er verið að endurskoða reglur sveitarfélaganna. Reglur fyrir frístundaheimili í Fjarðabyggð eru þar á meðal, en gildandi reglur í Fjarðabyggð eru frá árinu 2003. Í ár voru gefin út metnaðarfull markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Fræðslunefnd leggur til umtalsverðar breytingar á gildandi reglum sem taka mið af nýjum markmiðum og viðmiðum. Fræðslunefnd samþykkir nýjar reglur og vísar þeim áfram til bæjarráðs.
8.
Talþjálfun barna í skólum Fjarðabyggðar
Lagt var fram bréf frá starfsmönnum og stjórn foreldrafélags leikskólans Lyngholts þar sem lagt er til að sveitarfélagið feli fræðslustjóra að ræða við fyrirtækið Tröppu um talmeinaþjónustu. Um er að ræða þjónustu sem er á ábyrgð velferðarráðuneytisins og Sjúkratrygginga Íslands, en í gildi er samningur við sjálfstætt starfandi talmeinafræðing hér eystra um þjónustu við þau börn sem falla undir ábyrgðarsvið sveitarfélagsins. Fræðslunefnd tekur fram að þessi þjónusta er á ábyrgð velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Fræðslustjóra er falið að skoða málið nánar og málinu annars frestað til næsta fundar.
9.
Tilmæli Persónuverndar vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla- og frístundastarfi
Lögð eru fram til kynningar Tilmæli Persónuverndar vegna notkunar samfélagsmiðla í skóla og frístundastarfi.