Fara í efni

Hafnarstjórn

219. fundur
23. apríl 2019 kl. 17:00 - 18:20
Safnahúsið í Neskaupstað
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Málsnúmer 1903090
Fundarliðinn sitja ásamt hafnarstjórn fulltrúar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar þau Einar Már Sigurðarson, Esther Ösp Gunnarsdóttir, Ívar Dan Arnarson, Ragnar Sigurðsson og Sindri Már Smárason, Guðröður Hákonarsons fulltrúi Veiðifélags Norðfjarðarár og Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Sævar Guðjónsson boðaði forföll.
Sameiginlegur fundur eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar með Veiðfélagi Norðfjarðarár og Guðna Guðbergssyni hjá Hafrannsóknarstofnun vegna stöðu Norðfjarðarár.
Áfangaskýrsla Hafrannsóknarstofnunar vegna vöktunar á laxfiskastofnum í Norðfjarðará í kjölfar efnistöku í ánni, sem unnin var fyrir Vegagerðina, kynnt ásamt öðrum mögulegum áhrifavöldum á afkomu fisks í ánni og lífríkis hennar.
Hafnarstjórn mun taka málið fyrir að nýju að loknum íbúafundi vegna ástands Norðfjarðarár.