Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

48. fundur
17. desember 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Benedikt Jónsson varamaður
Ívar Dan Arnarson varamaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru
Málsnúmer 2507013
Tekin fyrir tillaga á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi vegna iðnaðar- og athafnasvæðis á Hjallaleiru. Við mótun tillögunnar hafa verið felld niður áform um stækkun til austurs, sem allmargar athugasemdir voru gerðar við þegar skipulagslýsing var kynnt. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga og henni vísað til bæjarstjórnar.
2.
Umsókn um Stækkun lóðar Hraun 4
Málsnúmer 2512112
Umsókn um stækkun lóðar Hraun 4, 731 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti stækkun á lóð með fyrirvara um óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu til hafnarstjórnar.
3.
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Stekkjargata 3
Málsnúmer 2511074
Umsókn um stækkun á lóð og endurnýjun á lóðaleigusamningi Stekkjargata 3, 740 Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hafnar umsókn um stækkun á lóð við Stekkjargötu 3, 740 Norðfirði. Umbeðin stækkun myndi rýra byggingarmagn við Stekkjargötu 5 en þar er gert ráð fyrir 2ja hæða íbúðarhúsi með allt að fjórum íbúðum skv. gildandi deiliskipulagi.
4.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggðm 2025
Málsnúmer 2511012
Vísað frá bæjarstjórn til umfjöllunar og afgreiðslu uppfærðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
5.
Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina
Málsnúmer 2403230
Lagt fram minnisblað vegna lýsingar í Fjarðabyggðarhöllinni. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir kaup á lömpum fyrir Fjarðabyggðarhöllina og felur sviðstjóra að gera verðkönnun á uppsetningu á lömpum.
6.
Útboð úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2505110
Tunnur og dreifing. Minnisblað stjórnanda byggingar-, skipulags-, og umhverfisdeildar lagt fram. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
7.
Erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar
Málsnúmer 2512113
Erindi til skipulags- og framkvæmdanefndar. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram.