mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2015

Áframhaldandi vatnsveður í Fjarðabyggð

Spáð er ofsa­veðri eða fár­viðri aust­an­til á land­inu í nótt og í fyrra­málið, fyrst suðaust­an­lands. Í nótt gæti vind­ur náð fár­viðri eða allt að 33 m/​s á Aust­fjörðum, seg­ir í viðvör­un frá veður­fræðing­um Veður­stofu Íslands.

Áframhaldandi vatnsveður í Fjarðabyggð
Mynd Kristínar Hávarðsdóttur af vatnsflaumi í Neskaupstað

Sam­fara svona veðurhæð, lág­um loftþrýst­ingi og stöðu sjáv­ar­falla ( flóð eft­ir miðnætti aust­an­til á land­inu) má bú­ast við að sjáv­ar­staða verði tals­vert há og eru eig­end­ur báta hvatt­ir til að tryggja báta sína. Einnig er fólk hvatt til að festa lausa­muni. 

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands og þar er fólk hvatt til að fylgjast vel með veðurspám því braut lægðarinnar þurfi ekki að breytast mikið til þess að spárnar breytist mikið. Einnig kemur fram að búast megi við talsverðri úrkomu á Austfjörðum. Mikill vatnsveður hefur verið víða á Austfjörðum og má búast við áframhaldandi vatnsflaumi ef spáin gengur eftir.

Foreldrar leikskólabarna eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum snemma í fyrramálið um hvort leikskólar verði opnir. 

Frétta og viðburðayfirlit