mobile navigation trigger mobile search trigger
04.04.2016

Ásmundur Hálfdán glímukóngur Íslands

Hundraðasta og sjötta Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu í Frostaskjóli 2.apríl. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í fyrsta sinn. 

Ásmundur Hálfdán glímukóngur Íslands
Keppendur UÍA í Íslandsglímunni frá vinstri Nikólína Bóel Ólafsdóttir, Kristín Embla Guðjónsdóttir, Bylgja Rún Ólafsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Hjörtur Elí Steindórsson.

Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Marín Laufey Davíðsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fjórða sinn.  Heiðursgestir mótsins voru Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR og sáu þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.

Frétta og viðburðayfirlit