mobile navigation trigger mobile search trigger
11.11.2023

Kveðja til íbúa Grindavíkur

Fyrir hönd íbúa Fjarðabyggðar sendir bæjarstjórn sveitarfélagsins hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur í þeirri miklu óvissu sem nú ríkir þar. Á stundum sem þessum sannar mikilvægi öflugra viðbragðsaðila sig, og það er aðdáunarvert að fylgjast með hve samhæft og öflugt viðbragðið hefur verið við krefjandi aðstæður.

Hugur okkar allra er meðal Grindvíkinga sem hafa nú þurft að yfirgefa heimili sín og vita ekki hvenær þeir geta snúið aftur heim. Einnig hjá þeim viðbragðsaðilum sem nú leggja dag og nótt við að tryggja öryggi íbúa.

Kveðja til íbúa Grindavíkur

Frétta og viðburðayfirlit