Fara í efni
02.12.2025 Bæjarráð, Fréttir

Ályktun bæjarráðs um fiskeldi í Mjóafirði

Deildu

Á fundi bæjarráðs 1. desember var eftirfarandi ályktun lögð fram vegna áforma atvinnuvegaráðherra um fiskeldi í Mjóafirði.

Ályktun bæjarráðs vegna áforma atvinnuvegaráðherra um fiskeldi í Mjóafirði. Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar því að atvinnuvegaráðherra hafi falið Hafrannsóknarstofnun að gera burðarþolsmat og tillögur að eldissvæðum fyrir laxeldi í Mjóafirði til að hægt sé að bjóða þau út í framhaldi af því. Eindregin samstaða hefur verið í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og meðal íbúa Mjóafjarðar um að hefja skuli laxeldi þar að nýju og styrkja þannig enn frekar öflugt atvinnulíf í sveitarfélaginu sem er undirstaða velferðar í því. Er það von bæjarráðs að kraftur verði settur í verkefnið og hægt verði að bjóða út leyfin á komandi ári.