Fara í efni
03.11.2015 Fréttir

Árni Steinar Jóhannsson er látinn

Deildu

Árni var fæddur á Dalvík 12. júní 1953. Foreldrar hans voru Jóhann Helgason, fæddur 20. nóvember 1920, dáinn 9. apríl 1963 og Valrós Árnadóttir fædd 3. ágúst 1927.

Árni lauk gagnfræðaprófi á Dalvík 1969 og stundaði nám í Eau Claire Wisconsin U.S.A. Memorial High 1971, Garðyrkjuskóla ríkisins 1971–1974 og Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1974–1979.

Árni var garðyrkjustjóri á Akureyri 1979–1986 og umhverfisstjóri á Akureyri 1986–1999.

Hann var alþingismaður Norðurlands eystra 1999–2003 fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð.

Eftir að Árni lét af þingmennsku starfaði hann hjá Fjarðabyggðar allt þar til hann lést.

Blessuð sé minning Árna Steinars Jóhannssonar.