Fara í efni
28.01.2016 Fréttir

Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna

Deildu

Árangur Ásmundar Hálfdáns Ásmundssonar stóð hvað mest upp úr en hann vann alla sína flokka, sem voru +90 kg. og opinn flokkur í báðum greinum. Einnig var Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður mótsins.

Önnur úrslit voru að Eva Dögg Jóhannsdóttir vann bæði -65 kg. og opinn flokk í glímunni en hún tók ekki þátt í skoskri glímu eða "backhold".

Hjörtur Elí Steindórsson vann -80 kg. flokkinn í glímu og lenti í 3. sæti í opnum flokki. Þá náði Kristín Embla Guðjónsdóttir 3. sæti í +65 kg. flokki í glímu.

Aðrir keppendur UÍA stóðu sig með prýði og voru sumir þeirra að keppa í fyrsta sinn í skosku glímunni.

Þess má til gamans geta að Ásmundur Hálfdán, Eva Dögg og Hjörtur Elí hafa öll verið valin í landslið Íslands sem keppir á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum í apríl á þessu ári.