Segir í bókun ráðsins, að bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafi ítrekað bent á hversu mikilvægur Reykjavíkurflugvöllur sé landinu öllu bæði með tilliti til öryggis og þjónustu fyrir landsmenn alla.
Bókunin er eftirfarandi:
Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnar því að innanríkisráðherra Ólöf Nordal hafi eytt þeirri óvissu sem málefni Reykjavíkurflugvallar hafa verið í um nokkurt skeið. Bæjarráð og bæjarstjórn Fjarðabyggðar hafa margítrekað bent á hversu mikilvægur Reykjavíkurflugvöllur er landinu öllu bæði með tilliti til öryggis og þjónustu fyrir landsmenn alla.