Hátíðin fer fram á tveimur stöðum í ár.
Í íþróttahúsinu er ,,Bola sviðið" en þar koma meðal annars fram Sólstafir, Dimma, ONI, Meshuggah og Ensími.
Í Egilsbúð er "Brennivíns sviðið" en þar koma meðal annars fram Kælan Mikla, Auðn, Lucy in Blue og Endless Dark.
Veðurspáin fyrir Neskaupstað næstu daga er góð. Gert er ráð fyrir um 10 stiga hita og hægviðri.
Börn eru leyfð inn á hátíðina í fylgd með forráðamönnum.
Í vændum er svo þrír þéttir tónleikadagar með fjölda þekktra hljómsveita, til dæmis Sólstafir, Opeth, Vintage Caravan og sænska hljómsveitin Meshuggah og Amorphis frá Finnlandi. Þær hljómsveitir sem koma fram hafa aldrei verið fleiri en nú, en með því að færa hátíðina úr Egilsbúð yfir í íþróttahúsið í Neskaupstað hefur hún vaxið sem því nemur í fjölda viðburða og gesta
Hátíðin varir fram á laugardagskvöld en hún endar á diskó partý þar sem enginn annar en Páll Óskar heldur uppi fjörinu ásamt Dj Töfra, Retro Stefson og Prins Póló!
Um það bil þriðjungur gesta hátíðarinnar koma erlendis frá og þar eru Bandaríkjamenn fremstir í flokki. Um það bil 25 erlendir blaðamenn eru á hátíðinni því er ljóst að hátíðin er að vekja talsverða athygli erlendis frá.
Áhugaverðar umræður fara síðan fram í Safnahúsinu, Neskaupstað, föstudag og laugardag.
Föstudagur
13:30-14:30 - Plötuhlustun (Season of Mist)
14:45-15:45 - Pallborðsumræður (Gunnar Sauermann I)
16:00-17:00 - Pallborðsumræður (Kim Kelly)
17:15-19:15- Plötuhlustun (Indie Records)
Laugardagur
13:30-14:00- Bransafundur (Stefán Magnússon)
14:00-15:00- Pallborðsumræður (Gunnar Sauerman II)
15:15-16-15- Viðtal (Gunnar Sauermann)
16:30-17:30- Viðtal (Sam Dunn
18:00-18:30- Áritun (Meshuggah)
Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér!