Lélega lýsingu íþróttasalarins má í megindráttum rekja til þess að stuðst var við óbeina lýsingu í sitt hvorri hlið salarins. Fyrir vikið hefur verið heldur skuggsýnt í salnum, ekki hvað síst í skammdeginu þegar sólarljóssins nýtur ekki við.
Auk þess sem um 50 nýjum ljósum hefur verið komið fyrir í lofti salarins, hefur einnig verið sett upp ljósastýringarkerfi svo laga megi lýsingu að því sem fram fer í húsinu hverju sinni. Kerfið býður þannig upp á æfingalýsingu og keppnislýsingu svo að dæmi séu tekin.
Árangurinn lætur ekki á sér sér standa, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.