Fara í efni
09.02.2017 Fréttir

Eistnaflug tilnefnt til Eyrarrósarinnar 2017

Deildu

Eyrarrósin er verðlaun sem veitt eru fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Byggðastofnun ásamt Flugfélagi Íslands og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá árinu 2005. Því er þetta í 13. sinn sem þau eru veitt.

Önnur verkefni sem tilnefnd voru eru Alþýðuhúsið á Siglufirði, List í Ljósi á Seyðisfirði, Nes-Listamiðstöð á Skagaströnd, Rúllandi Snjóbolti á Djúpavogi og Vesturfarasetrið á Hofsósi. Athygli vekur að þrjú verkefnanna koma frá Austurlandi.

Eistnaflug hefur áður hlotið tilnefningu, árið 2013, en þá bar Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, sigur úr býtum.