Fyrirhugað er að halda skáknámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 6 – 15 ára í Nesskóla í Neskaupstað. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Námskeiðið fer fram dagana 12. og 13. júlí, kl. 13-17 báða dagana. Þátttökugjald er 5000 kr.
Kennari á námskeiðinu er landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna i skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE. Í vetur hefur hann verið búsettur í Sydney þar sem hann starfar sem landsliðsþjálfari Ástrala sem og yfirþjálfari Sydney Chess Academy. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka en gott er að kunna mannganginn í skák.
Skráning fer fram með því að senda nafn þátttakanda á netfangið birkirkarl@gmail.com.
