Fara í efni
23.04.2017 Fréttir

Forvarnarfyrirlestrar á þriðjudagskvöld

Deildu

Dagskráin hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 22:00. Í fyrirlestrunum verður fjallað um ávana- og fíkniefni. Tveir fyrirlesarar verða.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, mun fjalla um niðurstöður tveggja rannsókna. Annars vegar á vímaefnanotkun meðal nemenda í 8.,9, og 10. bekk í Fjarðabyggð árið 2017 og hins vegar á vímuefnanotkun ungs fólks í Verkmenntaskóla Austurlands og Menntaskólanum á Egilsstöðum haustið 2016.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, fjallar um hvað sé til ráða fyrir fólk í vanda og hvaða meðferðarúrræði eru til staðar.

Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir á viðburðinn.

Auglýsinguna má sjá með því að smella hér.