Fara í efni
10.04.2017 Fréttir

Framkvæmdir við Norðfjarðarflugvöll

Deildu

Þessa dagana er verið að keyra burðarlagi í völlinn og áætlað er að klæðning á honum hefjist í lok maí.

Endurbætur flugvallarins eru samstarfsverkefni Innanríkisráðuneytisins og Fjarðabyggðar en sveitarfélagið fjármagnar, ásamt SÚN og Síldarvinnslunni í Neskaupstað, um helming framkvæmdarinnar. Eftir endurbætur mun flugvöllurinn geta þjónað öryggishlutverki sínu mun betur.

Meira um tilurð framkvæmdanna hér.