Fara í efni
07.04.2016 Fréttir

Franski spítalinn hlýtur menningarverðalaun Evrópu

Deildu

Í ár bárust alls 187 tilnefningar til verðlaunanna, sem eru veitt í fjórum flokkum eða fyrir varðveislu og verndun, rannsóknir, óeigingjarnt framlag og fræðslu, þjálfun og upplýsingamiðlun.

Minjavernd hlaut verðlaunin í flokki varðveislu og verndunar ásamt 11 öðrum verðlaunaverkefnnum á m.a. Grikklandi, Hollandi, Spáni og Bretlandi.

Franski spítalinn er hluti af umfangsmiklu verkefni sem Minjavernd hefur leitt á Fáskrúðsfirði við endurgerð á húsum sem reist voru í kringum aldamótin 1900.

Í frétt frá Minjavernd segir m.a. áhugi hafi vaknað árið 2008 á endurgerð Franska spítalans í samstarfi við Fjarðabyggð, en þá var þetta sögufræga hús staðsett á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Ákveðið var að flytja húsið nálægt upprunalegri staðsetningu við Hafnargötu og að endurgera samhliða fjögur önnur sögufræg hús á Fáskrúðsfirði eða Læknishúsið, Litlu kapelluna, Líkhúsið og Sjúkraskýlið.

Frönsku húsin á Fáskrúðsfirði voru tekin í notkun árið 2014, en auk safnsins Frakkar á Íslandsmiðum hýsa þau Fosshótel Austfirði og veitingastaðinn l'Abri.

Heildarkostnaður verkefnisins nemur tæpum 1.300 milljónum króna.

Europa Nostra eru menningarverðalun Evrópusambandsins og eru ein virtustu verðlaun heims á sínu sviði. Forseti Europa Nostra er óperusöngvarinn þekkti, Plácido Domingo. Afhending verðlaunanna fer fram 24. maí í Zarzúela leikhúsinu í Madríd.

Almenningi gefst kostur að kjósa um eitt af verðlaunaverkefnum Europa Nostra og hlýtur það verkefni sem fær flest atkvæði Public Choice Award. Kosið á á: http://vote.europanostra.org/.

Tengt efni:

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði - Europa Nostra (pdf)

Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði - fréttatilkynning Minjavernd (pdf)