Þá færði bæjarstjóri Maríu Óskarsdóttur, fyrsta formanni nefndarinnar, sérstök þakkarorð og blómvönd fyrir mikið og óeigingjarnt starf hennar við uppbyggingu þessarar einstöku sumarhátíðar, en María leiddi framkvæmdanefndina allt þar til fyrir nokkrum árum, að Guðbjörg Steinsdóttir tók við kyndlinum.
Hér til hliðar má svo sjá Guðbjörgu, flytja bæjarstjóra þakkarorð, fyrir hönd aðstandenda hátíðarinnar.
(Beðist er velvirðingar á lökum myndgæðum)