Fara í efni
11.05.2015 Fréttir

Fyrsta samflotið á Austurlandi

Deildu

Samflot eða Float byggir á búnaði sérstaklega gerðum fyrir djúpslökun í vatni. Búnaðurinn samanstendur af flothettu og fótfloti og er hannaður af Unni Valdísi Kristjánsdóttur.

Notkun á flotbúnaði og samfloti, þar sem fleiri koma saman og láta sig fljóta á vatni, hefur verið að breiðast hratt út sem einföld aðferð fyrir aukna líkamlega og andlega vellíðan.

Fyrsta samflotið á Austurlandi var skipulagt í tengslum við styrktargönguna Göngum saman í Neskaupstað. Fenginn var búnaður fyrir fimm að láni frá framleiðanda og er öllum heimilt að prófa búnaðinn næstu daga sér að kostnaðarlausu, áður en honum verður skilað.

Milligöngu hafði Hildur Ýr Gísladóttir, námsráðgjafi og einn af skipuleggjendum göngunnar í Neskaupstað. Í kynningu framleiðanda segir m.a. að slökunar og endurnærandi máttur vatnsins sé vel þekkt staðreynd. Streituvaldandi efni, líkt og adrenalín og kortisól, víkja fyrir vellíðunarhormónunum endorfíni og beta endorfíni sem er verkjastillandi. Við notkun flotbúnaðarins nái ekkert utanaðkomandi áreiti að trufla þann sem flýtur.

Nánar um flotbúnaðinn

Heimasíða Float