Fara í efni
05.10.2016 Fréttir

Geðræktardagur á Austurlandi

Deildu

Einnig vöktu athygli reynslusögur tveggja nemenda við annars vegar Verkmenntaskóla Austurlands og hins vegar Menntaskólans á Egilsstöðum af glímu þeirra við geðræna sjúkdóma. Þá fjallaði Orri Smárason um kvíða og Inga Dóra Sigfúsdóttir, hjá Rannsóknum og greiningu, um vaxandi kvíða og þunglyndi ungra stúlkna.

Þá fór Guðrún Sigurjónsdóttir, Velferðarráðuneytinu, yfir aðgerðaráætlun stjórnvalda um geðheilbrigðismál og fulltrúi Landlæknisembættisins sagði frá heilsueflandi samfélagi.

Listgjörningar á vegum Verkmenntaskóla Austurlands í kaffihléi vöktu verðskuldaða athygli.

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, setti málþingið, en aðild að því áttu auk félagsþjónustu Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs Heilbrigðisstofnun Austurlands, Virk starfsendurhæfingarsjóður, StarfA starfsendurhæfing Austurlands og framhaldsskólarnir VA og ME.