Fjórar grunnvatnsholur verða undir Urðarbotnum og sex undir Nes- og Bakkagiljum. Fyrstu hugmyndir um staðsetningu holanna eru sýndar á teikningu. Til samanburðar verður ein hola utan áhrifasvæða garðanna.
Holurnar verða boraðar á næstunni, ef veður leyfir. Þrýstiskynjurum / vatnsborðsmælum verður komið fyrir í holunum. Skynjararnir mæla og vista grunnvatnsstöðu á klukkutíma fresti og senda niðurstöður áfram daglega. Þannig má fylgjast með grunnvatnsstöðu í rauntíma. Miðað er við að mæla grunnvatnsborðið í tvö til þrjú ár. Fylgst verður með grunnvatnsstöðu á framkvæmdatíma og í nokkur ár eftir að framkvæmdum lýkur. Upplýsingum úr veðurstöðvum verður jafnframt safnað.