Hinsegin Norðurland hefur verið á ferðinni í sveitarfélaginu í vikunni og hefur verið að heimsækja nemendur elstu bekkja grunnskólanna og nú er komið að síðasta hluta ferðarinnar sem er opinn fundur.
Hinsegin Norðurland eru sjálfstætt starfandi samtök hinsegin fólks á landsbyggðinni með sérstakri áherslu á Norðurland. Þau hafa m.a. staðið fyrir hinsegin fræðslu í grunn- og framhaldsskólum á Norður- og Austurlandi ásamt því að halda dragkeppni og taka þátt í gleðigöngum.
Fundurinn er í Nesskóla í Neskaupstað og hefst kl. 20:00.
Allir eru velkomnir!
