Fara í efni
02.05.2017 Fréttir

Hjólað í vinnuna 3.-23. maí

Deildu

Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 þegar Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kom því af stað með það að leiðarljósi að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Á síðasti ári voru tæplega 400 vinnustaðir skráðir til leiks.

Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.

Skráningar hafa staðið yfir í 2 vikur en hægt er að skrá sig og sitt lið til leiks fram að lokadegi, 23. maí.

Helstu upplýsingar um átakið má finna hér.