Fara í efni
16.03.2016 Fréttir

Hvað segirðu gott?

Deildu

Málþingið skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fór fram á föstudagskvöldinu og var ætlaður ungmennum á aldrinum 16 – 20 ára. Síðari hlutinn var helgaður málþingu, sem fram fór á laugardeginum og var öllum opið.

Á málþinginu komu fram sterkar persónur með reynslusögur, erindi og gjörninga. Nemandi fjallaði m.a. um baráttu sína við þunglyndi og aðstandandi deildi reynslu sinni í kjölfar sjálfsvígs. Einnig flutti Salóme Rut erindi um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna og Petra Lind Sigurðardóttir hélt erindi um líkamsímynd og átraskanir.

Þá framkvæmdu nemendur frá Listaakdemíu VA gjörninga þar sem þeir túlkuðu á magnaðan hátt þær tilfinningar sem þeir hafa glímt við s.s. einelti og kvíða.

Það var síðan Logi Geisson fyrrum landsliðsmaður í handknattleik sem sló botninn í þetta fjölsótta málþingið með erindi um sjálfstraust og markmiðssetningu.

Að málþinginu stóðu forvarnarteymi VA, foreldrafélög VA og Nesskóla og fjölskyldusvið Fjarðabyggðar. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, bauð málfundargesti velkomna, en fundarstjóri var Þóroddur Helgason, fræðslustjóri.

Sjá myndir af málþingu á vef Verkmennaskóla Austurlands

Sjá frett á vef Verkmenntaskóla Austurlands