Fara í efni
09.10.2015

Íbúafundur á Eskifirði

Deildu

Verkefnahópur á vegum námsbrautar í safnafræðum við Háskóla Íslands ásamt skipulagshönnuði og stjórn Sjóminjasafns Austurlands vinnur um þessar mundir að hugmyndum að útfærslu á safnsvæði í útbæ Eskifjarðar.

Í þessari vinnu, sem hefur verið unnin samhliða endurskoðun á skipulagi svæðisins, hefur jafnframt verið hugað að tengingu safnasvæða og áhugaverðra staða á Eskifirð.

Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á skipulags- og menningarmálum og er til að upplýsa um hugmyndir sem unnið er að.