Ísland spilar gegn Englandi í 16.liða úrslitum á Evrópumeistarmótinu í kvöld, 27.júní klukkan 19:00.
Í Neskaupstað verður hann sýndur í Egilsbúð en það er frítt inn og EM tilboð á barnum en húsið opnar klukkan 18:00
Á Eskifirði er hann sýndur á Kaffihúsinu.
Á Reyðafirði kemur fólk saman í Þórðarbúð og seldur verður "þjóðréttur Íslendinga" pylsa og prins póló ásamt drykkjum og nasli. Það er frítt inn en yngri en 18 skulu vera í fylgd með fullorðnum. Húsið opnar 18:00 en EM svítan 18:15.
Á Fáskrúðsfirði verður hann sýndur á Sumarlínu.
Á Stöðvafirði verður leikurinn sýndur á stóra skjánum á kaffihúsinu Söxu.