Fara í efni
16.05.2017 Fréttir

Íslenski safnadagurinn 18. maí

Deildu

Fimmtudaginn 18. maí rennur íslenski safnadagurinn upp. Safnahúsið í Neskaupstað heldur daginn hátíðlegan og býður öllum í heimsókn milli kl 16:00 og 18:00. QR-kóða spurningaleikurinn góði verður uppi á Náttúrugripasafninu. Þeir sem ekki hafa tekið þátt áður eru hvattir til að prófa og þeir sem hafa tekið þátt áður geta nú látið reyna á minnið og leitast við að svara spurningunum án þess að skanna kóðana. Gestir eru hvattir til að mæta með snjallsímana sína og opna QR forritið til þess að geta leitað að svörum. Verðlaun verða veitt einum heppnum þátttakanda með öll svör rétt.