Fara í efni
04.12.2015 Fréttir

Jólaljósum frestað vegna veðurs

Deildu

Ákveðið var í ljósi þess að veðurspá laugardagsins lítur hreint ekki vel út, að fresta því fram á sunnudag að kveikja á jólatrénu.

Skemmtileg fjölskyldudagskrá með jólalögum hefst kl 16:00 á Eskjutúni og að sjálfsögðu láta jólasveinarnir sig ekki vanta.

Viðburðurinn fer fram í samstarfi við foreldrafélag leikskólans.