Fara í efni
09.10.2015 Fréttir

Kuldabola hleypt af stað í fimmta sinn

Deildu

Um 250 ungmenni hafa skráð sig til leiks, en þessi skemmtilega hátíð er ætluð öllum krökkum í 8. til 10. bekk á öllu Austurlandi.

Þátttakendur gista í tjöldum í Fjarðabyggðarhöllinni og setja litrík tjöldin jafnan skemmtilegan svip á hátíðina. Þar sem fremur kalt er í höllinni um þetta leyti árs, verður Kuldabolinn að eins konar útihátíð innandyra.

Auk þess sem krakkarnir taka þátt í ýmsum smiðjum, er kvöldskemmtun sem Bjarni töframaður mun sjá um. Þá fer fram kosning á bestu stelpunni og besta stráknum.

Kuldabolinn er á vegum fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar og stendur frá laugardeginum til sunnudagsins, 10. og 11. október.

Kuldaboli auglýsing.pdf