Fara í efni
08.09.2016 Fréttir

Málum bæinn rauðan

Deildu

Gleðin hefst þegar í kvöld á Café Sumarlínu, sem verður með Trúbador á sínum snærum frá kl. 22:00 til miðnættis.

Á morgun, föstudag, verður svd. Hafdís, bsv. Geisli og slökkviliðið með kynningu á starfsemi félaganna í slökkvistöðinni á Fáskrúðsfirði kl. 13:00 til 15:00. Á sama tíma verður nýi björgunarbáturinn Hafdís einnig til sýnis við smábátahöfnina.

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsalir taka á móti gestum kl. 14:00 til 16:00 og Glaðheimar bjóða upp á bæði súpu og brauð og kaffi og kökur á aðeins kr. 2.500 frá kl. 11:30 til 14:30.

Einnig verður opið hjá Frú Önnu kl. 14:00 til 17:00, Happy hour verður á l'Abri kl. 16:00 til 18:00, Gallerí Kolfreyja verður opin kl. 15:00 til 21:00 og Café Sumarlína verður með glæsileg tilboð.

Þá verður sundlaugin á Fáskrúðsfirði opin kl. 15:00 til 18:00 og Skólamiðstöðin frá kl. 14:00 til 16:00.

Á laugardagskvöldinu verður slegið upp balli í Skrúði og stendur skemmtunin frá miðnætti til kl. 03:00.

Síðast en ekki síst verða ýmis góð tilboð í Samkaup-Strax og hamborgaratilboð alla helgina hjá Söluskála Stefáns Jónssonar.

Málum bæinn rauðan (pdf)