Fundurinn hefst á stuttum inngangserindum sem Dýrunn Pála Skaftadóttir, formaður starfshóps um mótun og framsetningu menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð og Jón Hilmar Kárason, tónlistarmaður, flytja. Dýrunn Pála mun segja frá starfi starfshópsins og í kjölfarið veltir Jón Hilmar fyrir spurningunni: Menning - til hvers?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og þróunarmála, mun síðan stýra laufléttri en þýðingarmikilli vinnustofu um menningarstefnu Fjarðabyggðar.
Komdu – og segðu þína skoðun. Álit þitt skiptir miklu máli.
Þetta verður bráðhressandi fundur um menningu með bæði litlum og stórum staf.