Fara í efni
04.08.2017

Neistaflug hefst í dag

Deildu

Neistaflug hefur verið haldið um verslunarmannahelgina í Neskaupstað frá árinu 1993 og er þetta því í 24 sinn sem hátíðin er haldin. Undirbúningur fyrir hátíðina í ár hefur verið í fullum gangi undanfarna daga og hefur gengið vel.

Dagskrá Neistaflugs þetta árið er fjölbreytt og má þar m.a. nefna tjaldmarkað, tónleika, hoppukastala, brunaslöngubolta og dansleiki. Þá er frí skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviðinu á gervigrasvellinum föstudag, laugardag og sunnudag. Þannig að allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sjá má nánar um dagskrá hátíðarinnar inná www.neistaflug.is