Fara í efni
27.07.2016 Fréttir

Neistaflug í Neskaupstað

Deildu

Neistaflug í Neskaupstað er fjölskylduvæn útiskemmtun, sem stendur frá fimmtudegi til sunnudags um hverja verslunarmannahelgi. Áhersla er lögð á vandaða barna- og unglingadagskrá alla dagana samhliða fullorðinsskemmtunum. Bærinn skartar sínu besta en honum er skipt niður í hverfi þar sem hvert hverfi fær sinn lit. Íbúar skreyta svo bæði húsin sín og sig sjálfa með litum síns hverfsins.

Á föstudagskvöldið verður Tónatitringur en þá fá óreyndir söngvarar bæjarins að spreyta sig ásamt reyndari söngvurum. Ásgeir Páll, útvarpsmaður, mun vera kynnir kvöldsins og að loknum Tónatitring mun hann halda uppi fjörinu með skemmtilegri danstónlist. Skítamórall mun svo taka við keflinu laugardagskvöldið og spila fyrir dansi fram eftir nóttu. Kvöldvakan verður með aðeins öðru móti en undanfarin ár en hún mun fara fram á fótboltavelli Norðfjarðar þar verður troðfull dagskrá af skemmtiatriðum þar sem Íþróttaálfurinn, Sirkus Íslands, Leikfélag Norðfjarðar og ýmislegt fleiri stígur á svið. Pétur Örn mun síðan sjá um brekkusöngin og verður kvöldinu slúttað með glæsilegri flugeldasýningu.

Skoppa og Skrýtla, fjörueldur og sykurpúðar, og útibíó eru nokkur dæmi um ógleymanlegar stundir á Neistaflugi. Metnaðarfull dagskrá og fagleg umgjörð hefur gert Neistaflug að einni elstu útihátíð landsins um verslunarmannahelgina og er óhætt að mæla með þessari frábæru bæjarhátíð fyrir alla fjölskylduna