Fara í efni
09.09.2015 Fréttir

Óvenjulegur ómur í einstæðu rými

Deildu

Leikin verða verk eftir eistann Avo Pärt, spánverjann Agustin Castilla-Avila og Maju Bugge, en inntak tónleikanna er að skapa upplifun sem er samtengd rými tónleikahaldsins, hljóm þess og sögu.

Svanur og Maja Bugge hafa síðustu árin leikið talsvert saman, meðal annars á vegum menningarsamstarfs Austurlands og Vesterålen.

Svanur er frá Stöðvarfirði en starfar nú í Reykjavík sem klassískur gítarleikari og kennari. Hann stofnaði og hefur ásamt öðrum íslenskum gítarleikara verið í forsvari fyrir tónlistarhátíðina Midnight Sun Guitar Festival í Reykjavík. Þá hefur hann verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Lofað öllu fögru í Þjóðmenningarhúsinu.

Svanur hefur haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum og verið boðið að koma fram á mörgum tónlistarhátíðum og er talinn vera fremstur íslenskra gítarleikara sinnar kynslóðar.

Maja er frá Vesterålen í Norður-Noregi en býr nú á Englandi þar sem hún starfar sjálfstætt sem tónlistarmaður, tónskáld og sellókennari. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir tónverk sín og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum.

Tónleikarnir fara fram 10. september kl. 20:00 í Bræðslunni á Djúpavogi og 11. september kl. 20:00 í gömlum olíutanki á Eskifirði.

Sjá viðburð á Facebook.