Fara í efni
22.07.2017 Fréttir

Sameiginleg ályktun vegna áhættumats Hafrannsóknastofnunar

Deildu

Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Djúpavogshrepps hafa þungar áhyggjur af stöðu framtíðaruppbyggingar fiskeldis á Austfjörðum út frá þeim forsendum sem áhættumat Hafrannsóknarstofnunar byggir á.

Eins og atvinnuuppbygging á suðurfjörðum Vestfjarða er til marks um, bendir flest til þess að fiskeldi feli í sér eitt helsta sóknarfæri jaðarbyggða í atvinnuþróun og samfélagslegri uppbyggingu. Í ljósi þess falast sveitarstjórnir Fjarðabyggðar og Djúpavogshrepps eindregið eftir fundi með ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og forsvarsmönnum Hafrannsóknarstofnunar við fyrsta tækifæri, svo fara megi yfir þau efnislegu rök sem standa til jafn umsvifamikillar skerðingar á fiskeldi á Austfjörðum og lagt er til í niðurstöðum áhættumatsins.

Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnvöld skjóti allri ákvarðanatöku á frest sem byggir með einhverju móti á áhættumatinu þar til ljóst er að forsendur matsins séu réttar.

Frekari upplýsingar veita Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, 895 6810 og Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, 843 9889.