Samkvæmt samningnum tekur Salthússmarkaðurinn að sér áframhaldandi rekstur á handverksmarkaði og Gestastofu Fjarðabyggðar í samkomuhúsinu í sumar. Jafnframt verður opnunartími hússins lengur fram til 30. september með hliðsjón af auknum fjölda ferðamanna og lengingu ferðamannatímans á Austurlandi.
Á síðasta ári var ákveðið að ráðast í endurreisn samkomuhússins í kjölfar verkefnisins Stöðvarfjörður - nýtt upphaf, sem starfshópur um sóknarfæri Stöðvarfjarðar leiddi í samstarfi við íbúa staðarins. Umtalsverðar endurbætur voru gerðar á húsnæðinu og verður því starfi haldið áfram á þessu ári.
Verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands.