Fara í efni
08.06.2017 Fréttir

Sjómannadagshátíðarhöldin hefjast í dag

Deildu

Dagskráin er því að hefjast í dag í Neskaupstað og á Eskifirði.

Á Eskifirði hefst dagskrá á Mjóeyrinni kl. 16:00 þar sem hægt verður að prufa seglbáta og kajaka, fara í sjósund og í bátsferð með björgunarbát. Eftir það verða grillaðir hamborgarar í boði Eskju. Kl. 22:00 um kvöldið verður síðan SjómannaPubQuiz á Kaffihúsinu þar sem Grétar skipstjóri verður spyrill.

Í Neskaupstað hefst dagskrá með pizzahlaðborði á Capitano kl. 18:30 en um kvöldið verða tónleikarnir ROCKNES í Egilsbúð.

Kynntu þér dagskránna hér.

Auk þess eru Sjómannadagsráðin með fésbókarsíður þar sem nýjustu fréttir birtast: Eskifjörður Neskaupstaður