Fara í efni
05.02.2016 Fréttir

Snjóbrettamót í Oddsskarði

Deildu

Laugardaginn 6. febrúar stendur Brettafélag Fjarðabyggðar fyrir snjóbrettamóti í Oddsskarði. Keppt verður í brettakrossi og brettastíl.

Þátttakendur verða tæplega 70 talsins frá Fjarðabyggð, Akureyri, Breiðabliki og Brettafélagi Hafnarfjarðar.

Mótið verður tvískipt. Fyrir 12 ára og eldri eru um að ræða bikarmót á vegum SKÍ og fyrir þá yngri eru hefðbundið snjóbrettamót.

Þetta fyrsta stóra brettamót sem fram fer í Oddsskarði er afrakstur mikils og góðs samstarfs á milli Brettafélags FJarðabyggðar sem er mótshaldari og SKíðamiðstöðvarninar Oddsskarð.