Fara í efni
19.01.2017

Sorphirða á nýju ári

Deildu

Verið er að skoða innleiðingu á brúnni tunnu fyrir lífrænan heimilisúrgang og með tilkomu slíkrar tunnu mun tíðni á hirðu alls úrgangs breytast. Allar breytingar verða kynntar fyrir íbúum og leiðbeiningar gefnar út.

Hin árlega vorhreinsunarvika kemur fram í dagatalinu. Á tímabilinu 14. – 20. maí fara starfsmenn sveitarfélagsins um bæjarkjarna og hreinsa burt þann garðaúrgang sem settur verður út fyrir lóðamörk.