Fundurinn hefst á framsögu Kristínar Bjargar um stöðu heilbrigðismála í Fjarðabyggð og áherslur HSA.
Að því búnu verða fjárhags- og starfsáætlanir Fjarðabyggðar fyrir árin 2016 – 2019 kynntar og að þeim framsögum loknum munu bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og stjórnendur bæjarins, sitja fyrir svörum.
Áhugaverður íbúafundur verður því í boði í kvöld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Áhugasamir um heilbrigðismál í sveitarfélaginu eru hvattir sérstaklega til að mæta á fundinn.
Fundurinn er sem áður segir í Nesskóla í Neskaupstað og stendur yfir frá kl. 20:00 til 22:00.